Landsliðsþjálfarinn sakaður um kynferðislega áreitni

Bruce Mwape er sakaður um kynferðislega áreitni.
Bruce Mwape er sakaður um kynferðislega áreitni. Skjáskot/ZamFoo

Þjálfari kvennalandsliðs Sambíu í fótbolta hefur verið sakaður um kynferðislega áreitni gagnvart leikmönnum sínum.

Bruce Mwape tók við störfum sem þjálfari landsliðsins árið 2018 og stýrði hann landsliðinu til sigurs í undankeppni HM í fótbolta og er þetta í fyrsta sinn í sögunni sem landsliðið kemst á HM.

Hótanir og nafnleynd

Rannsókn hófst í september árið 2022 þegar orðrómur barst að Mwape væri að reyna sofa hjá leikmönnum liðsins en samkvæmt fréttamiðlinum The Guardian voru bæði Mwape og þjálfaru landsliðs kvenna skipað af leikmönnum 17 ára og yngri rannsakaðir.

Nokkrir leikmenn hafa stigið fram, þó ekki undir nafni, og segja að Mwape hóti leikmönnum ef þær neita því að stunda kynlíf með honum. „Ef hann vill sofa hjá leikmanni þá þarf bara segja já“ er haft eftir leikmanni liðsins sem kaus að koma ekki fram undir nafni í ótta um að vera bolað úr liðinu.

Hún segir það venjan að þjálfarinn sofi hjá leikmönnum liðsins. Samkvæmt FAZ sem er félagasamband í Sambíu og hefur yfirumsjón yfir allri knattspyrnu þar í landi er málið litið alvarlegum augum og að lögreglan vinni rannsóknina í samvinnu við FAZ.

Sambía er í riðli C á HM kvenna í fótbolta og mætir þar Spáni, Japan og Kosta Ríka.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert