Haukur Andri Haraldsson er genginn til liðs við knattspyrnufélagið Lille í Frakklandi líkt og eldri bróðir hans, Hákon Arnar Haraldsson.
Á mánudaginn tilkynnti Lille að Hákon væri kominn til félagsins og í dag greindi ÍA frá því á samfélagsmiðlum að Haukur væri á leið þangað líka en þeir eru uppaldir á Akranesi.
Haukur er fæddur árið 2005 og hefur spilað 35 leiki með meistaraflokki ÍA en hann spilaði sinn fyrsta leik í fyrra.
Hann spilaði með U-19 ára landsliði Íslands sem tók þátt á EM fyrr í mánuðinum.