Tvítugi miðjumaðurinn Ísak Bergmann Jóhannesson er mögulega á leið til Fortuna Düsseldorf í þýsku B-deildinni í knattspyrnu.
Fyrr í dag var tilkynntur leikmannahópur FCK fyrir Meistaradeildina en liðið keppir gegn Sparta Prag á morgun og Ísak var ekki í hópi. FCK hefur, samkvæmt danska miðlinum BT, fengið tilboð frá Þýskalandi en ekki er víst hvort hann var keyptur eða er að fara á lán.
Orri Rafn Sigurðarson, fréttaritari á Fótbolti.net, sagði á samfélagsmiðlum að um sé að ræða Fortuna Düsseldorf í B-deild á Þýskalandi en liðið lenti í 4. sæti á síðasta tímabili.