Thibaut Courtois, einn besti markvörður í heimi, sleit krossband á æfingu Real Madríd og mun fara í aðgerð á næstu dögum.
Belgíski landsliðsmarkmaðurinn er 31 árs og hefur spilað með Real Madríd frá árinu 2018. Hann hefur unnið spænsku og ensku deildina tvisvar sinnum hvora fyrir sig, með Reral vann hann deildina árin 2019-20 og 2021-22 og með Chelsea vann hann ensku deildina árin 2014-15 og 2016-17. Einnig vann hann Meistaradeild Evrópu tímabilið 2021-22 og var í liði tímabilsins í Meistaradeildinni á þessu ári.
Courtois var frá í nokkrar vikur á síðasta tímabili en á meðan stóð úkraínski Andriy Lunin í markinu en Real gæti meðal annars sótt David De Gea sem er fyrrverandi markmaður Manchester United og er samningslaus.