Pepe enn og aftur í vandræðum (myndskeið)

Pepe í leik með Portúgal gegn Íslandi í júní.
Pepe í leik með Portúgal gegn Íslandi í júní. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Portúgalski knattspyrnumaðurinn Pepe er á leiðinni í leikbann fyrir rautt spjald sem hann fékk í Meistarakeppni portúgalska fótboltans í gærkvöldi.

Pepe leikur í dag með Porto í heimalandinu og lék liðið við Benfica í Meistarakeppninni í gærkvöldi. Pepe sá rautt á lokamínútunni fyrir hnéspark í afturendann á David Jurásek.

Mikill rígur er á milli Benfica og Porto og Pepe tók upp á því að fara út treyjunni og beina henni að stuðningsmönnum Benfica á leið sinni af vellinum.

Pepe er ólíkindatól og hefur hann fengið ófá rauðu spjöldin á annars farsælum ferli.

Atvikið skrautlega má sjá hér fyrir neðan.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka