Portúgalski knattspyrnumaðurinn Pepe er á leiðinni í leikbann fyrir rautt spjald sem hann fékk í Meistarakeppni portúgalska fótboltans í gærkvöldi.
Pepe leikur í dag með Porto í heimalandinu og lék liðið við Benfica í Meistarakeppninni í gærkvöldi. Pepe sá rautt á lokamínútunni fyrir hnéspark í afturendann á David Jurásek.
Mikill rígur er á milli Benfica og Porto og Pepe tók upp á því að fara út treyjunni og beina henni að stuðningsmönnum Benfica á leið sinni af vellinum.
Pepe er ólíkindatól og hefur hann fengið ófá rauðu spjöldin á annars farsælum ferli.
Atvikið skrautlega má sjá hér fyrir neðan.
E o Pepe que depois que foi expulso ficou mostrando a camisa do Porto para os torcedores do Benfica.
— Lewi Montenegro (@blasttoizze) August 9, 2023
Surtado kk pic.twitter.com/RVTC3kNg3C