Jennifer Hermoso, einn af lykilmönnum spænska landsliðsins í knattspyrnu sem varð heimsmeistari í dag, varð fyrir óskemmtilegri reynslu rétt áður en liðið tók við bikarnum eftir 1:0-sigurinn á Englandi í úrslitum í dag.
Luis Rubiales, forseti spænska knattspyrnusambandsins, faðmaði Hermoso rétt áður en bikarafhendingin átti sér stað og gaf henni koss á munninn.
Hermoso var spurð út í atvikið af spænsku miðlum eftir leik og hún sagðist ekki hafa notið þess að fá koss á munninn frá Rubiales.
Hefur forsetinn verið mikið gagnrýndur fyrir athæfið, sem setur svartan blett á annars stórkostlegt kvöld fyrir spænskan fótbolta.