Forsetinn greip um punginn á sér (myndskeið)

Luis Rubiales, forseti spænska knattspyrnusambandsins.
Luis Rubiales, forseti spænska knattspyrnusambandsins. AFP/Pierre-Philippe Marcou

Forseti spænska knattspyrnusambandsins, Luis Rubiales, gerðist ekki einungis uppvís að óviðeigandi hegðun þegar hann kyssti Jennifer Hermoso, leikmann heimsmeistara Spánar, í óþökk hennar eftir að spænska liðið hampaði heimsmeistaratitlinum á sunnudag.

Hann baðst afsökunar á kossinum í myndskeiði eftir að hafa áður farið í viðtöl og úthúðað þeim sem gagnrýndu hann.

Myndskeið af Rubiales þar sem hann fagnar 1:0-sigri Spánar á Englandi á sunnudag hefur vakið athygli á samfélagsmiðlum.

Þar ærist Rubiales af fögnuði og grípur um pung sinn er hann stendur meðal annars nálægt Spánardrottningu og forseta FIFA, Gianni Infantino.

Myndskeiðið má sjá hér:

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert