Þjálfarinn greip um brjóst starfsmanns (myndskeið)

Jorge Vilda fagnar með gullverðlaunin milli tannanna á sunnudag.
Jorge Vilda fagnar með gullverðlaunin milli tannanna á sunnudag. AFP/Franck Fife

Það er ekki einungis Luis Rubiales, forseti spænska knattspyrnusambandsins, sem sætir gagnrýni þessa dagana. Jorge Vilda, þjálfari heimsmeistara Spánar í knattspyrnu kvenna, hefur einnig verið sakaður um óviðeigandi hegðun.

Á meðan úrslitaleik HM stóð, sem Spánn vann 1:0 gegn Englandi á sunnudag, virtist sem Vilda gripi um brjóst kvenkyns starfsmanns spænska kvennalandsliðsins í kjölfar þess að Olga Carmona skoraði sigurmarkið.

Starfsmaðurinn virtist ekkert kippa sér upp við þessa snertingu en myndskeiðið hér að neðan er þó sem olía á eldinn hjá Vilda, sem fyrir var afar umdeildur og óvinsæll á meðal leikmanna liðsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert