Forsetinn segir af sér

Luis Rubiales gerðist sekur um óviðeigandi hegðun þegar Spánn varð …
Luis Rubiales gerðist sekur um óviðeigandi hegðun þegar Spánn varð heimsmeistari. AFP/Franck Fife

Luis Rubiales, forseti spænska knattspyrnusambandsins, mun segja af sér á morgun. Þetta kom fram í útvarpsþætti Juanma Castaño, eins virtasta íþróttafréttamanns Spánar í dag.

Rubiales hefur hlotið mikla gagnrýni fyrir hegðun sín eftir að Spánn varð heimsmeistari kvenna í fótbolta, en hann kyssti leikmenn á muninn og greip um klof sitt eftir leikinn.

Hefur hann m.a. verið gagnrýndur af Pedro Sánchez, foræt­is­ráðherra Spán­ar. Gaf Sánchez lítið fyrir afsökunarbeiðni Rubiales eftir leik. Þá hefur FIFA, Alþjóða knattspyrnusambandið, einnig hafið eigin rannsókn á hegðun þess spænska.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert