Luis Rubiales, forseti spænska knattspyrnusambandsins, mun segja af sér á morgun. Þetta kom fram í útvarpsþætti Juanma Castaño, eins virtasta íþróttafréttamanns Spánar í dag.
Rubiales hefur hlotið mikla gagnrýni fyrir hegðun sín eftir að Spánn varð heimsmeistari kvenna í fótbolta, en hann kyssti leikmenn á muninn og greip um klof sitt eftir leikinn.
Hefur hann m.a. verið gagnrýndur af Pedro Sánchez, forætisráðherra Spánar. Gaf Sánchez lítið fyrir afsökunarbeiðni Rubiales eftir leik. Þá hefur FIFA, Alþjóða knattspyrnusambandið, einnig hafið eigin rannsókn á hegðun þess spænska.