Leikmenn spænska kvennalandsliðsins í knattspyrnu hafa hótað því að fara í verkfall ef Luis Rubiales segir ekki af sér sem forseti spænska knattspyrnusambandsins.
Þetta kemur fram í sameiginlegri yfirlýsingu allra 23 leikmanna liðsins sem þeir sendu fjölmiðlum í dag en ásamt heimsmeisturunum 23 skrifuðu fleiri knattspyrnumenn undir yfirlýsinguna líka.
Spánverjar fögnuðu sigri á HM í Ástralíu og Nýja-Sjálandi á sunnudaginn eftir sigur gegn Englandi í úrslitaleik keppninnar í Sydney.
Rubiales kyssti svo Jenni Hermoso, leikmann liðsins, á muninn á verðlaunafhendingunni og hélt spænska knattspyrnusambandið meðal annars neyðarfund í gær þar sem kallað var eftir afsögn forsetans vegna hegðunar hans undanfarin ár.
„Eftir allt sem gekk á á verðlaunafhendingunni á heimsmeistaramótinu viljum við leikmennirnir koma því á framfæri að við sem skrifum undir þessa yfirlýsingu munum ekki spila aftur fyrir Spán fyrr en breytingar hafa verið gerðar á forystu sambandsins,“ segir í yfirlýsingunni.