Nær allt þjálfarateymi Spánar segir upp

Jorge Vilda.
Jorge Vilda. AFP/Saeed Khan

Meirihlutinn af teymi spænska kvennalandsliðsins í knattspyrnu sagði upp störfum í dag. Jorge Vilda, umdeildi aðalþjálfari liðsins, var ekki meðal þeirra.

Í yfirlýsingu segist starfsliðið gera þetta vegna þess að Luis Rubiales, for­seti spænska knatt­spyrnu­sam­bands­ins, kyssti Jenni Hermoso, leikmann liðsins, án hennar samþykkis.

Óviðunandi viðhorf

„Í ljósi óviðunandi viðhorfa og yfirlýsinga leiðtoga spænska knattspyrnusambandsins, höfum við tekið þá ákvörðun að segja upp störfum,“ segir í yfirlýsingu sem 11 starfsmenn liðsins skrifa undir, eða allt teymið fyrir utan Jorge Vilda.

Luis Ru­bia­les kom fram í gær og sagðist ekki ætla að segja af sér.

Spánverjar urðu heimsmeistarar eftir sigur á Englandi í úrslitaleiknum síðastliðinn sunnudag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert