Spænski þjálfarinn gagnrýnir forsetann

Jorge Vilda, þjálfari heimsmeistara Spánar.
Jorge Vilda, þjálfari heimsmeistara Spánar. AFP/Franck Fife

Jorge Vilda, þjálfari heimsmeistara Spánar í knattspyrnu kvenna, hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem hann gagnrýnir framferði Luis Rubiales, forseta spænska knattspyrnusambandsins, eftir að liðið tryggði sér titilinn fyrir viku síðan.

Rubiales greip um pung sinn í leikslok og kyssti Jennifer Hermoso, leikmann spænska liðsins, á munninn í hennar óþökk. Í ræðu á blaðamannafundi kvaðst hann þá vera fórnarlamb og að kossinn hafi verið með samþykki Hermoso. Hún ítrekaði síðar að svo hafi ekki verið.

„Mér þykir það óskaplega leitt að sigur spænska kvennalandsliðsins í knattspyrnu hafi beðið skaða vegna óviðeigandi hegðunar, þar til nú, framúrskarandi leiðtoga okkar, Luis Rubiales, sem hann hefur sjálfur viðurkennt.

Það leikur enginn vafi á því að þessi hegðun er óviðunandi og endurspeglar ekki á neinn hátt þau gildi sem fer eftir og ver í mínu lífi, í íþróttum yfir höfuð og þá sérstaklega í knattspyrnu.

Ég fordæmi án nokkurs vafa karlrembu viðhorf sem ættu að halda sig sem lengst frá þróuðu samfélagi.

Það er augljóst að búið er að skapa óæskilegt umhverfi sem er víðs fjarri því sem hefði átt að einkennast af því að hampa spænskum íþróttum og íþróttum kvenna.

Ég legg áherslu á óbilandi skuldbindingu mína sem snýr að því að gera íþrótt sem er fyrirmynd þegar kemur að jafnrétti og virðingu hátt undir höfði í samfélagi okkar,“ sagði Vilda, sem sjálfur hefur verið umdeildur, í yfirlýsingu sinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert