Forsetinn ákærður fyrir kynferðislega áreitni?

Luis Rubiales á undir högg að sækja.
Luis Rubiales á undir högg að sækja. AFP/Eidan Rubio

Spænska saksóknaraembættið hefur hafið rannsókn á hegðun Luis Rubiales, forseta spænska knattspyrnusambandsins, vegna gruns um kynferðislega áreitni.

Það er BBC sem greinir frá þessu en Rubiales hefur verið harðlega gagnrýndur af alþjóðasamfélaginu undanfarna daga eftir að hann kyssti Jenni Hermoso, leikmann spænska kvennalandsliðsins, á munninn í hennar óþökk.

Atvikið átti sér stað á verðlaunaafhendingu HM kvenna sem lauk á sunnudaginn í þarsíðustu viku þar sem Spánn vann 1:0-sigur gegn Englandi í úrslitaleik í Sydney.

Alþjóðaknattspyrnusambandið úrskurðaði Rubiales í 90 daga bann frá allri knattspyrnu á dögunum en margir hafa kallað eftir afsögn forsetans undanfarna daga.

Forsetinn hefur sjálfur gefið það út að hann ætli ekki að segja af sér og hefur sakað alþjóðasamfélagið um nornaveiðar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert