„Albert að vera Albert“

Albert Guðmundsson.
Albert Guðmundsson. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Knattspyrnumaðurinn Albert Guðmundsson átti góðan leik fyrir Genoa þegar liðið heimsótti Lazio í ítölsku A-deildinni á sunnudaginn síðasta.

Albert lék fyrstu 90 mínútur leiksins, sem lauk með 1:0-sigri Genoa, en hann var kærður fyrir kynferðisbrot í síðustu viku og verður því ekki með íslenska karlalandsliðinu í næstu leikjum liðsins.

Genoa birti myndband á Instagram með tilþrifum Alberts úr leiknum gegn Lazio en hann fékk til að mynda 7,4 í einkunn hjá úrslitamiðlinum Sofascore fyrir frammistöðu sína í leiknum.

„Albert að vera Albert,“ var skrifað við færsluna þar sem Albert var merktur sérstaklega.

Albert er eini leikmaður Genoa sem félagið birti sérmyndband af, eftir leikinn, en í síðustu viku greindi ítalski miðillinn Secolo frá því að landsliðsmaðurinn hefði greint forráðamönnum Genoa frá því að hann væri saklaus af öllum ásökunum.

View this post on Instagram

A post shared by Genoa Cfc (@genoacfc)

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert