Luis Rubiales, forseti spænska knattspyrnusambandsins, hefur enn engan áhuga á að segja upp, þrátt fyrir gríðarlega mikla gagnrýni og pressu undanfarna daga.
Rubiales hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir að kyssa Jenni Hermoso í hennar óþökk eftir að Hermoso og liðsfélagar hennar urðu heimsmeistarar eftir 1:0-sigur á Englandi í úrslitaleik HM.
Forsetinn var á dögunum bannaður frá allri knattspyrnutengdri starfsemi á innlendum og alþjóðlegum vettvangi af FIFA, Alþjóða knattspyrnusambandinu. Þá sagði nær allt þjálfarateymi liðsins upp í mótmælendaskyni gegn því að Rubiales ætlaði að halda áfram.
Rubiales stendur hins vegar fastur á sínu og vill meina að Hermoso hafi samþykkt kossinn. „Ég ætla að halda áfram að verja sjálfan mig til þangað til sannleikurinn kemur í ljós,“ kom m.a. fram í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér í dag.