Spænski varnarmaðurinn Sergio Ramos hefur náð samkomulagi við sádiarabíska knattspyrnufélagið Al Ittihad.
Sergio Ramos er 37 ára gamall og hefur hann verið samningslaus síðan hann yfirgaf herbúðir París SG í sumar.
Samkvæmt ítalska heimildamanninum Fabrizio Romano stendur honum til boða að ganga til liðs við Al Ittihad á tveggja ára samning en bíða nú eftir lokaákvörðun leikmannsins sem hefur einnig fengið tilboð frá tyrkneskum félögum.
Ramos mun leika með fyrrverandi liðsfélaga sínum Karim Benzema og miiðjumönnunum N'Golo Kanté og Fabinho sem gengu allir til liðs við Al Ittihad í sumar.