Fordæma óásættanlega hegðun

Frá æfingu spænska karlaliðsins.
Frá æfingu spænska karlaliðsins. AFP/Pierre-Philippe Marcou

Spænska karlalandsliðið í fótbolta hefur sent frá sér yfirlýsingu þess efnis að leikmenn liðsins fordæma óásættanlega hegðun Luis Rubiales, forseta spænska knattspyrnusambandsins, eftir að spænska kvennalandsliðið varð heimsmeistari í síðasta mánuði.

Eins og mbl.is hefur greint ítarlega frá gerði Rubiales sig sekan um óviðeigandi hegðun eftir leikinn. Kyssti hann leikmenn í þeirra óþökk og greip um klof sitt beint eftir leik. Þrátt fyrir að FIFA hafi úrskurðað hann í 90 daga bann frá fótbolta hefur Rubiales litla iðrun sýnt og neitar að segja af sér.

„Við samþykkjum ekki þessa óásættanlegu hegðun hjá herra Rubiales. Spænskur fótbolti á að vera með virðingu, innblástur og réttlæti í fyrsta sæti. Við verðum að vera fyrirmyndir innan og utan vallar,“ sagði m.a. í yfirlýsingu liðsins.

Luis Rubiales.
Luis Rubiales. AFP/Franck Fife
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert