Eyjakonan byrjaði sinn fyrsta leik með Arsenal

Cloé Eyja Lacasse í treyju Arsenal.
Cloé Eyja Lacasse í treyju Arsenal. Ljósmynd/@ArsenalWFC

Eyjakonan Cloé Eyja Lacasse, sem er með íslenskan ríkisborgararétt, var í byrjunarliðinu í 3:0-sigri Arsenal á sænska liðinu Linköping í undanúrslitum fyrstu umferðar í Meistaradeildinni í Linköping í dag. 

Clóe, sem gekk til liðs við Arsenal í sumar frá Benfica, spilaði fyrstu 60. mínúturnar áður en henni var skipt af velli. Mörk Arsenal skoruðu Caitlin Foord og Svíarnir Lina Hurtig og Stina Blackstenius. 

Arsenal er komið í úrslit fyrstu umferðarinnar og þar mætir liðið annaðhvort París FC frá Frakklandi eða Kryvbas frá Úkraínu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert