Hermoso með opinbera kvörtun

Jennifer Hermoso.
Jennifer Hermoso. AFP/Steve Christo

Jennifer Hermoso, heimsmeistari með spænska landsliðinu í fótbolta, hefur lagt inn kvörtun til saksóknaraembættisins á Spáni vegna óumbeðins rembingskoss sem hún fékk frá Luis Rubiales, foresta spænska knattspyrnusambandsins, í kjölfar sigurs Spánar á HM. 

SkySports greinir frá en uppátæki forsetans hefur verið mikið til umræðu eftir mótið. Var hann úrskurðaður í 90 daga bann frá fótbolta af FIFA, en þrátt fyrir það hefur forsetinn sýnt litla iðrun og neitar að segja af sér. 

Hermoso gaf vitnisburð hjá saksóknarembættinu í dag. Með kvörtuninni gæti Rubiales átt yfir höfði sér ákæru en auk þess stendur yfir rannsókn efsta íþróttadómstóls Spánar vegna „alvarlegs misferlis“ Rubiales.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert