Heimsmeistarinn tjáir sig um brottreksturinn

Jorge Vilda var rekinn í vikunni.
Jorge Vilda var rekinn í vikunni. AFP/Franck Fife

Spænski knattspyrnuþjálfarinn Jorge Vilda er ekki sáttur með brottrekstur sinn á dögunum.

Vilda, sem er 42 ára gamall, var rekinn sem þjálfari spænska kvennalandsliðsins í vikunni en hann gerði Spánverja að heimsmeisturum í fyrsta sinn fyrir tveimur vikum síðan.

Vilda var náinn vinur Luis Rubiales, forseta spænska knattspyrnusambandsins, sem hefur verið harðlega gagnrýndur undanfarna daga eftir að hann kyssti meðal annars Jenni Hermoso, leikmann Spánar, á munninn á verðlaunaafhendingunni á HM.

Skil ekki brottreksturinn

„Þessi brottrekstur var fyrst og fremst ósanngjarn,“ sagði Vila í samtali við spænsku úrvarpsstöðina El Larguero.

„Ég hef starfað í kringum kvennaboltann í 17 ár og ég er með algjörlega hreina samvisku. Ég hef gefið mig allan í starfið, alltaf.

Ég skil ekki þennan brottrekstur og ég átti ekki skilið að vera rekinn,“ bætti Vilda við.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert