Forsetinn segir loksins af sér

Luis Rubiales.
Luis Rubiales. AFP/Franck Fife

Luis Rubiales hefur sagt af sér sem forseti spænska knattspyrnusambandsins í kjölfar mikillar gangrýni sem hann hlaut fyrir að kyssa spænska framherjann Jennifer Hermoso á muninn eftir að Spánn vann mótið. 

Ru­bia­les kyssti Hermoso á munn­inn eft­ir leik­inn, í henn­ar óþökk. Hún leitaði sjálf til lög­regl­unn­ar á dög­un­um og lagði fram kæru. Sak­sókn­ara­embættið ákvað í kjöl­farið að ákæra for­set­ann. 

Uppátæki forsetans var mikið til umræðu eftir mótið. Var hann meðal annars úrskurðaður í 90 daga bann frá fótbolta af FIFA. Neitaði hann aftur á móti að segja af sér þangað til núna. 

Í samtali við Piers Morgan í þætti hans Uncensored sagði forestinn að hann gæti ekki haldið starfi sínu áfram og sendi hann einnig frá sér yfirlýsingu þar sem hann sagði að hann hafi lagt afsögn sína inn. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert