Pogba féll á lyfjaprófi

Paul Pogba í leik með Juventus í síðasta mánuði.
Paul Pogba í leik með Juventus í síðasta mánuði. AFP/Marcoe Bertorello

Franski knattspyrnumaðurinn Paul Pogba, miðjumaður Juventus og franska landsliðsins, féll á lyfjaprófi eftir fyrsta leik Juventus í ítölsku A-deildinni á tímabilinu sem fram fór í síðasta mánuði.

Samkvæmt ítalska íþróttablaðinu Corriere dello Sport greindist Pogba með umframmagn af karlhormóninu testosteróni í blóði sínu.

Hann tók ekki þátt í fyrsta leiknum, útileik gegn Udinese þann 20. ágúst, en var skikkaður í handahófskennt lyfjapróf að leik loknum.

Verði Pogba fundinn sekur um að hafa neytt ólöglegra lyfja til þess að auka framleiðslu testosteróns gæti hann átt yfir höfði sér tveggja ára keppnisbann og allt að fjögurra ára keppnisbann takist að sanna að það hafi verið með ráðum gert.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka