Forsetinn fyrrverandi mætir fyrir rétt

Luis Rubiales.
Luis Rubiales. AFP/Franck Fife

Luis Rubiales, fyrrverandi forseti spænska knattspyrnusambandsins, þarf að mæta fyrir hæstarétt í Madríd á Spáni á föstudag vegna koss hans á munn Jenni Hermoso, leikmanns heimsmeistara Spánar, í hennar óþökk.

Rubiales segir kossinn hafa verið með samþykki Hermoso.

Hún segir svo ekki vera og lagði fram kæru á þeim grundvelli að hann hafi kysst sig á munninn og haldið um höfuð hennar með báðum höndum án hennar samþykkis.

Af þeim sökum þarf Rubiales að mæta fyrir rétt á föstudag.

Hann sagði af sér sem forseti spænska knattspyrnusambandsins og varaforseti UEFA á sunnudag eftir að Hermoso lagði fram kæruna síðastliðinn miðvikudag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert