Spænska saksóknaraembættiið hefur sett Luis Rubiales, fyrrverandi forseta spænska knattspyrnusambandsins, í nálgunarbann og má hann hvorki hafa samband við knattspyrnukonuna Jenni Hermoso né koma innan við 200 metra fjarlægð frá henni.
Það er Sky Sports sem greinir frá þessu en hann er til rannsóknar hjá saksóknaraembættinu fyrir kynferðislega áreitni í garð Hermoso.
Forsetinn fyrrverandi kyssti Hermoso á muninn, í hennar óþökk, á verðlaunaafhendingu heimsmeistaramótsins í Sydney í Ástralíu í síðasta mánuði.
Spánn vann 1:0-sigur gegn Englandi í leiknum og varð heimsmeistari í fyrsta sinn en sigurinn hefur fallið í skuggann á umræðunni á hegðun Rubiales á meðan leiknum stóð sem og á verðlaunaafhendingunni.