Leikmenn spænska kvennalandsliðsins í fótbolta hafa sent knattspyrnusamtökum Spánar tveggja blaðsíðna yfirlýsingu.
Þar kemur fram að þær muni ekki snúa til æfinga né leikja með liðinu fyrr en breytingar verða gerðar á stjórn knattspyrnusambandsins. Luis Rubialis, fyrrverandi forseti knattspyrnusambandsins, gerðist sekur um slæm mistök eftir úrslitaleik heimsmeistaramótsins þegar hann kyssti leikmanninn Jennifer Hermoso á munn hennar.
Hann er nú kominn í nálgunarbann frá landsliðskonunni og sagði af sér eftir mikla gagnrýni. 39 leikmenn skrifa undir yfirlýsinguna um að neita að spila fyrir landsliðið en þó eru enn tvær sem gefa enn kost á sér í liðið, þrátt fyrir atvikið.
„Við viljum sjá breytingar svo engin kona, í fótbolta eða ekki, þurfi að lenda í sömu aðstæðum aftur.“