Sterkt lið meistaranna í kvöld

Bernardo Silva og Erling Haaland byrja báðir í kvöld.
Bernardo Silva og Erling Haaland byrja báðir í kvöld. AFP/Oli Scarff

Evrópumeistarar Manchester City hefja titilvörninni í Meistaradeild karla í fótbolta í kvöld með öflugu byrjunarliði gegn serbnesku meisturunum í Rauðu stjörnunni.

Erling Haaland er á sínum stað í framlínunni með Julián Álvarez og Phil Foden en nýju mennirnir Jéremy Doku og Josko Gvardiol verða að sætta sig við sæti á varamannabekknum. Matheus Nunes er hins vegar í byrjunarliðinu.

Lið City er þannig skipað: Ederson, Walker, Dias, Aké, Gomez, Rodri, Bernardo, Nunes, Foden, Alvarez, Haaland. 

Viðureign liðanna hefst á Etihad-leikvanginum í Manchester klukkan 19.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert