Xabi Alonso, knattspyrnustjóri Bayer Leverkusen, verður ráðinn knattspyrnustjóri Real Madríd næsta sumar þegar Carlo Ancelotti lætur af störfum.
Spænski miðillinn Marca greinir frá því að Real Madríd hafi kosið Alonso sem arftaka Ancelotti, sem fastlega er reiknað með að taki við brasilíska karlalandsliðinu þegar samningur hans rennur út næsta sumar.
Alonso hefur vakið athygli fyrir að hafa náð góðum úrslit með Leverkusen í upphafi tímabils þar sem liðið er í öðru sæti þýsku 1. deildarinnar með 13 stig eftir fimm leiki, jafnmörg og topplið Bayern München.
Hann lék með Real Madríd frá 2009 til 2014 og þekkir því vel til félagsins.