Knattspyrnumaðurinn Albert Guðmundsson hefur leikið ansi vel með Genoa í ítölsku A-deildinni á leiktíðinni, en liðið er nýliði í efstu deild.
Albert átti sinn þátt í að liðið fór upp um deild og hefur leikið mjög vel undanfarnar vikur og mánuði. Hann er því eftirsóttur af stærri félögum á Ítalíu og þá er einnig áhugi fyrir Alberti utan Ítalíu, sérstaklega á Spáni.
La Gazetto Dello Sport greinir frá að félög eins og Roma, Napólí og Inter Mílanó hafi áhuga á Alberti, en þau eru þrjú af stærstu félögum Ítalíu.
Miðilinn greinir einnig frá að félög í efstu deild Spánar séu áhugasöm um Albert. Hann hefur skorað fjögur mörk og gefið eina stoðsendingu á tímabilinu með Genoa til þessa.