Valdi Mbappé fram yfir pabba sinn

Kylian Mbappé er einn besti knattspyrnumaður heims.
Kylian Mbappé er einn besti knattspyrnumaður heims. AFP/Franck Fife

Newcastle mætir franska liðinu París SG á heimavelli í Meistaradeild Evrópu í fótbolta annað kvöld.

Kieran Trippier er lykilmaður hjá Newcastle, en sonur hans hefur meiri áhuga á knattspyrnuhæfileikum franska landsliðsmannsins Kylian Mbappé, sem leikur með PSG.

„Sonur minn vill frekar ganga út með Mbappé en mér. Ég var ekki sáttur við hann. Hann er alltaf að horfa á Mbappé á YouTube.

Ég sagði syninum að horfa ekki á mig í göngunum ef hann ætlar að ganga út með Mbappé,“ sagði Trippier á blaðamannafundi í dag.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert