Saka leikmann Real um lygar

Vinicius Junior er einn besti leikmaður Real Madrid.
Vinicius Junior er einn besti leikmaður Real Madrid. AFP/Pierre-Philippe Marcou

Forráðamenn spænska knattspyrnufélagsins Valencia eru allt annað en sáttir við Vinicius Junior, leikmann Real Madrid, vegna skýrslu sem hann gaf spænska knattspyrnusambandinu eftir leik liðanna í lok síðustu leiktíðar.

Brasilíski sóknarmaðurinn varð fyrir kynþáttaníði í leiknum og í skýrslu sem hann gaf sambandinu á dögunum sagði hann að allur Mestalla-leikvangurinn hafi verið með kynþáttaníð í hans garð, en forráðamenn Valencia segja að það sé af og frá.

„Það er af og frá að allir á Mestalla-leikvanginum hafi níðst á Vinicius. Það var örlítill minnihluti stuðningsmanna, sem fær ekki að mæta aftur á leiki liðsins. Við viljum eindregið hvetja Vinicius til að draga orð sín til baka,“ segir m.a. í yfirlýsingu félagsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert