Dánarorsök ensku knattspyrnukonunnar Maddy Cusack er enn óljós en hún lést aðeins 27 ára gömul þann 20. september síðastliðinn. Ekki er talið að andlátið hafi borið að með saknæmum hætti.
Cusack var leikmaður Sheffield United þegar hún lést og varð hún fyrsti leikmaðurinn í sögu félagsins til að spila 100 leiki fyrir kvennaliðið.
„Við bíðum enn eftir skýrslu frá lögreglu og læknum. Niðurstöður eru ekki væntanlegar fyrr en eftir sex vikur,“ sagði Louise Pinder forstjóri líkhússins í Sheffield, í samtali við BBC.