Ragnar Sigurðsson, fyrrverandi landsliðsmaður í knattspyrnu, gæti snúið aftur til Rússlands og gerst aðstoðarþjálfari Rostov, þar sem hann lék við góðan orðstír á árunum 2018 til 2020.
Albert Brynjar Ingason, fyrrverandi knattspyrnumaður og góður vinur Ragnars, greindi frá í hlaðvarpi sínu Gula spjaldið.
Ragnar stýrði Fram seinni hluta nýliðins tímabils í Bestu deildinni og hélt liðinu uppi í efstu deild eftir harða fallbaráttu. Rúnar Kristinsson hefur hins vegar verið orðaður við þjálfarastarfið hjá Fram.
„Það er klárt mál að Rúnar er númer eitt hjá Fram og eftir því sem ég best veit er Raggi númer tvö,“ sagði Albert og hélt áfram:
„ Hann er í viðræðum við Rostov um að verða aðstoðarmaður. Hann er elskaður hjá félaginu og forsetinn dýrkaði hann,“ bætti Albert við.