Kristian Nökkvi Hlynsson og félagar hans í Ajax unnu sinn anna leik í röð í hollensku úrvalsdeildinni í fótbolta er liðið lagði Heerenveen, 4:1, í Amsterdam í dag.
Kristian byrjaði á miðjunni líkt og í síðustu leikjum en hann var tekinn af velli á 73. mínútu.
Steven Bergwijn, Brian Brobbey og Chuba Akpom með tvö skoruðu mörk Ajax-manna en liðið er nú í 11. sæti með 11 stig eftir afleita byrjun.