Bellingham dregur sig úr enska hópnum

Jude Bellingham leikur ekki með enska landsliðinu í mánuðinum.
Jude Bellingham leikur ekki með enska landsliðinu í mánuðinum. AFP/Franck Fife

Knattspyrnumaðurinn Jude Bellingham hefur dregið sig úr enska landsliðshópnum fyrir leiki gegn Möltu og Norður-Makedóníu í undankeppni EM 2024 í þessari og næstu viku.

Bellingham, sem leikur með Real Madríd, er að glíma við meiðsli og getur því ekki tekið þátt í landsliðsverkefninu sem fram undan er.

Levi Colwill, varnarmaður Chelsea, hefur sömuleiðis dregið sig úr hópnum vegna meiðsla.

Landsliðsþjálfarinn Gareth Southgate hefur kallað Cole Palmer, sóknartengilið Chelsea, Rico Lewis, miðju- og varnarmann Manchester City, og Ezri Konsa, miðvörð Aston Villa, inn í leikmannahópinn.

Allir þrír eru nýliðar og freista þess að spila sína fyrstu A-landsleiki í verkefninu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert