Goðsögn Chelsea í efstu deild í annarri íþrótt

Petr Cech er ekki einungis góður í að verja fótbolta.
Petr Cech er ekki einungis góður í að verja fótbolta. Ljósmynd/Belfast Giants

Tékkneski markvörðurinn Petr Cech gerði garðinn frægan með ensku knattspyrnuliðunum Chelsea og Arsenal í ensku úrvalsdeildinni á sínum tíma, en hann er ekki aðeins góður í að verja fótbolta.

Cech hefur staðið í markinu hjá Oxford City Stars í þriðju efstu deild bresku íshokkídeildarinnar og gert með prýði síðustu mánuði.

Hann hefur staðið sig svo vel að bresku meistararnir í Belfast Giants hafa fengið hann að láni. Cech, sem er orðinn 41 árs, lék á sínum tíma meira en 600 leiki í ensku úrvalsdeildinni.

Íshokkííþróttin er gríðarlega vinsæl í Tékklandi og ljóst að Cech fylgdist vel með á meðan á knattspyrnuferlinum stóð. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka