Albert framlengdi á Ítalíu

Albert Guðmundsson fagnar marki í leik með Genoa.
Albert Guðmundsson fagnar marki í leik með Genoa. Ljósmynd/@GenoaCFC

Albert Guðmundsson hefur skrifað undir nýjan samning við ítalska knattspyrnufélagið Genoa. Nýi samningurinn gildir til sumarsins 2027.

Fyrri samningur Alberts átti að renna út sumarið 2026 en ákvað Genoa að launa honum frábæra frammistöðu á tímabilinu með árs framlengingu.

Félagaskiptasérfræðingurinn Fabrizio Romano greinir frá því að nýi samningurinn feli í sér launahækkun en að Albert sé enn undir smásjá stærri félaga og gæti róað á önnur mið næsta sumar.

Albert hefur verið í lykilhlutverki hjá Genoa á tímabilinu þar sem hann hefur skorað fimm mörk í 12 leikjum í ítölsku A-deildinni auk þess að skora tvö mörk og leggja upp annað í tveimur leikjum í ítölsku bikarkeppninni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert