Vildu Elísabetu í stórt hlutverk hjá karlaliði

Elísabet Gunnarsdóttir er eftirsótt.
Elísabet Gunnarsdóttir er eftirsótt. mbl.is/Kristinn Magnússon

Knattspyrnuþjálfarinn Elísabet Gunnarsdóttir, sem lét af störfum sem þjálfari kvennaliðs Kristianstad eftir 15 ára starf á dögunum, er byrjuð að fá fyrirspurnir frá öðrum félögum.

Á meðal félaga sem hafa haft samband við Elísabetu er Mjällby, sem er í leit að aðstoðarþjálfara fyrir karlalið félagsins.

„Ég fékk símtal frá Mjällby þar sem rætt var um stórt hlutverk hjá karlaliðinu. Þetta var skemmtilegt símtal og mikill heiður.

Það er ekki á hverjum degi sem kona fær símtal tengt karlaliði. Ég hefði kannski íhugað þetta á öðrum tímapunkti,“ sagði Elísabet við Kristianstadbladet.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert