Kanada vann lærisveina Heimis Hallgrímssonar í Jamaíku, 2:1, í fyrri leik liðanna í 8-liða úrslitum Þjóðadeildar Norður- og Mið Ameríku í Jamaíku í dag.
Um mikilvægan leik var að ræða en sigurvegari einvígisins tryggir sér sæti í undanúrslitum Þjóðadeildarinnar sem og sæti í Ameríkubikarnum, Copa America, næsta sumar.
Þau fjögur lið sem fara í undanúrslitin leika í Copa America en auk þess munu liðin sem detta úr átta-liða úrslitunum fara í séreinvigi um sæti á mótinu, þar sem að tvö verða laus til að mynda 16 liða mót, en nú þegar eru tíu þjóðir frá Suður-Ameríku.
Jonathan David kom Kanda yfir á 45. mínútu en Shamar Nicholson jafnaði metin fyrir Jamaíku á 56. 1:1.
Sigurmark Kanada skoraði kantmaðurinn Stephen Eustaquio á 85. mínútu. Liðin mætast aftur í Kanada á miðvikudaginn.