Spænski markmaðurinn David De Gea, fyrrum markmaður Manchester United í ensku úrvalsdeildinni í kanttspyrnu, hafnaði stóru tilboði frá Sádi-Arabíu og er enn án félags.
De Gea rann út á samning eftir sumarið og hefur verið án félags síðan. Hann hafnaði risatilboði frá Al Nassr, þar sem fyrrum liðsfélagi hans Cristiano Ronaldo spilar, þar sem eiginkonu hans líst ekki á það að flytja til Sádi-Arabíu.
Hann hefur einnig verið orðaður við félög út um allan heim en þar á meðal er bandaríska félagið Inter Miami, þar sem Lionel Messi spilar og tveir gamlir liðsfélagar de Gea í spænska landsliðinu, Sergio Busquets og Jordi Alba.
Einnig hefur hann verið orðaður við Valencia á Spáni eða skrifi undir skammtímasamning við United á Englandi.