Szoboszlai hetjan - góð úrslit fyrir Ísland

Dominik Szoboszlai fagnar.
Dominik Szoboszlai fagnar. AFP/Attila Kisbenedek

Serbía er komin á Evrópumót karla í knattspyrnu ásamt Ungverjalandi en úrslitin í G-riðlinum réðust rétt í þessu og höfðu jákvæð áhrif á Ísland. 

Ungverjaland vann Svartfjallaland, 3:1, en Dominik Szoboszlai skoraði tvö mörk fyrir Ungverja, sem voru komnir á mótið fyrir umferðina. Zsolt Nagy skoraði þriðja mark Ungverjalands en Slobodan Rubezic hafði komið Svartfellingum yfir í fyrri hálfleik. 

Baráttan var á milli Serbíu og Svartfjallalands um annað sætið en Serbum dugði jafntefli til þess að komast á EM og gerði serbneska liðið 2:2-jafntefli á heimavelli gegn Búlgaríu.

Úrslitin eru góð fyrir íslenska landsliðið en þar sem Serbía tryggði sér sæti á EM er staða Íslands mjög vænleg. Fram­haldið mun þó aldrei ráðast að fullu fyrr en annað kvöld.

Ítarlegri grein má lesa hér að neðan:

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert