Verður lengi frá eftir alvarleg meiðsli

Gavi verður lengi frá.
Gavi verður lengi frá. AFP/Cesar Manso

Gavi, lykilmaður Barcelona og spænska landsliðsins, verður lengi frá eftir að hafa meiðst alvarleg á hné í landsleik Spánar og Georgíu í undankeppni EM í fótbolta á Spáni í kvöld. 

Vann Spánn leikinn 3:1 en á 26. mínútu var Gavi tekinn af velli vegna hnémeiðsla. Samherji hans hjá Barcelona Ferran Torres kom Spánverjum í 2:1 á 55. mínútu og tileinkaði Gavi markið. 

Spænskir miðlar greina nú frá að meiðsli Gavi séu alvarleg og að líklega sé um krossbandsslit að ræða, sem þýðir að tímabili hans með Börsungum sé búið. Einnig myndu krossbandsslit halda honum frá Evrópumótinu á næsta ári. 

Ferran Torres fagnar með treyju Gavi.
Ferran Torres fagnar með treyju Gavi. AFP/Cesar Manso
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert