Knattspyrnumaðurinn Dominik Szoboszlai, fyrirliði Ungverjalands og leikmaður Liverpool, var í góðum gír um helgina eftir að Ungverjaland tryggði sér sæti í lokakeppni Evrópumótsins 2024 sem fram fer í Þýskalandi næsta sumar.
Szoboszlai, sem er 23 ára gamall, skoraði tvívegis fyrir Ungverja í 3:1-sigri gegn Svartfjallalandi í G-riðli keppninnar í Búdapest í Ungverjalandi í gær en Ungverjar fögnuðu sigri í riðlinum með 18 stig.
Szoboszlai skálaði með ungversku staupi í stúkunni eftir leik en hann gekk til liðs við Liverpool frá RB Leipzig í sumar fyrir 60 milljónir punda.
Hann hefur slegið í gegn á Englandi og verið lykilmaður í liði Liverpool á tímabilinu sem situr í öðru sæti deildarinnar með 27 stig, stigi minna en Manchester City.
🇭🇺 Dominik Szoboszlai taking a shot of pálinka and celebrating with Hungarian fans in the stands after qualifying for Euro 2024.
— Bence Bocsák (@BenBocsak) November 19, 2023
Love to see it. pic.twitter.com/WoSRGZcW04