Glódís of sterk fyrir markvörðinn (myndskeið)

Glódís Perla Viggósdóttir.
Glódís Perla Viggósdóttir. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Glódís Perla Viggósdóttir, fyrirliði íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu og Bayern München í Þýskalandi, átti stóran þátt í fyrra marki Bæjara gegn Werder Bremen í þýsku 1. deildinni í gær.

Leiknum lauk með 2:0-sigri Bayern München en Magdalena Eriksson kom Bayern München yfir strax á 2. mínútu með skalla eftir hornspyrnu.

Glódís Perla tók sér þá stöðu fyrir framan markvörð Werder Bremen, Liviu Peng, sem komast aldrei fram hjá íslenska varnarmanninum og boltinn endaði í markinu.

Bæjarar eru ósigraðir í efsta sæti deildarinnar eftir fyrstu átta umferðirnar með 20 stig. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert