Fór tárvotur af velli (myndskeið)

LIðsfélagar Ekdals knúsa hann.
LIðsfélagar Ekdals knúsa hann. AFP/Jonathan Nackstrand

Sænski knattspyrnumaðurinn Albin Ekdal lék sinn síðasta landsleik fyrir Svía er liðið vann 2:0-heimasigur á Eistlandi í undankeppni EM á sunnudag. 

Hinn 34 ára gamli miðjumaður var í byrjunarliði sænska liðsins. Honum var skipt af velli á 72. mínútu og tóku tilfinningarnar yfir þegar hann gekk af velli.

Hér fyrir neðan má sjá myndskeið af tárvotum Ekdal fara af velli í síðasta skipti sem landsliðsmaður Svíþjóðar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert