Knattspyrnumaðurinn Alex Þór Hauksson er á förum frá sænska félaginu Öster eftir þrjú tímabil í herbúðum þess.
Hann greindi frá á netmiðlinum Fótbolta.net. Alex, sem er 23 ára miðjumaður sem er uppalinn hjá Stjörnunni, kom til Öster árið 2020.
Hann var í stóru hlutverki hjá félaginu fyrstu tvö árin, en byrjaði aðeins 14 af 30 leikjum liðsins í sænsku B-deildinni á leiktíðinni.
Liðið endaði í fjórða sæti deildarinnar með 54 stig og var einu stigi frá því að fara í umspil um sæti í efstu deild.
Srdjan Tufegdzic þjálfar Öster, en hann bjó á Íslandi frá 2006 til 2021. Lék hann með og þjálfaði KA lengi. Þá var hann einnig þjálfari Grindavíkur og aðstoðarþjálfari Vals.