Fleiri Íslendingar yfirgefa Kristianstad

Emelía Óskarsdóttir er farin frá Kristianstad.
Emelía Óskarsdóttir er farin frá Kristianstad. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Knattspyrnukonan unga Emelía Óskarsdóttir verður ekki áfram í herbúðum sænska félagsins Kristianstad, en hún hefur nýtt sér ákvæði í samningi til að yfirgefa félagið.

Elísabet Gunnarsdóttir hætti þjálfun Kristianstad eftir leiktíðina og gat Emelía rift samningi ef landa hennar myndi yfirgefa félagið, sem hún svo gerði.

Emelía er 17 ára sóknarkona, sem kom til Kristianstad á síðasta ári. Hún lék með Selfossi fyrri hluta síðustu leiktíðar, en sneri síðan aftur til Kristianstad. Hún skoraði eitt mark fyrir sænska liðið.

Þá er Guðrún Þorbjörg Sturlaugsdóttir, styrktarþjálfari liðsins, einnig á förum og á leiðinni til Íslands.

Hlín Eiríksdóttir er sem stendur enn leikmaður Kristianstad, en hún gekk í raðir félagsins fyrir síðasta tímabil og gerði tveggja ára samning.   

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert