Látinn fara eftir lélega undankeppni

Stephen Kenny hefur látið af störfum.
Stephen Kenny hefur látið af störfum. AFP/John Thys

Stephen Kenny hefur látið af störfum sem þjálfari karlaliðs Írlands í fótbolta eftir þrjú og hálft ár í starfi. Hann stýrði írska liðinu í síðasta skipti er það mætti Nýja-Sjálandi í vináttuleik á heimavelli í gær.

Írska knattspyrnusambandið ákvað að framlengja ekki samning Kenny eftir slakt gengi í undankeppni EM, sem lauk í gær.  

Þá gekk írska liðinu einnig illa í síðustu Þjóðadeild og á því enga möguleika á að komast á lokamót EM í Þýskalandi á næsta ári.

Írland hafnaði í fjórða sæti B-riðils í undankeppninni með aðeins sex stig úr átta leikjum. Frakkland, Holland, Grikkland og Gíbraltar voru einnig í riðlinum.

Írland vann Gíbraltar í tvígang, en tapaði öllum sex leikjum sínum í riðlinum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert