Lögregla réðst á stuðningsmenn Argentínu með kylfum

Það var hart tekist á í stúkunni í Ríó í …
Það var hart tekist á í stúkunni í Ríó í nótt. AFP/Carl de Souza

Það varð allt vitlaust fyrir leik Brasilíu og Argentínu í undankeppni HM karla í knattspyrnu í Ríó de Janeiro í Brasilíu í nótt.

Þegar spila átti þjóðsöngva liðanna réðust lögreglumenn á stuðningsmenn Argentínu með kylfum og svöruðu stuðningsmennirnir fyrir sig með því að rífa sætin úr stúkunni og kasta í átt að lögreglumönnunum.

Leikmönnum Argentínu var mjög brugðið við atvikið og ætlaði Emiliano Martínez, markvörður Argentínu, meðal annars að reyna skekkja leikinn upp í stúku.

Leiknum lauk með 1:0-sigri Argentínu þar sem miðvörðurinn Nicolás Otamendi skoraði sigurmarkið á 63. mínútu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert