Með fullt hús í Meistaradeildinni

Natasha Anasi og stöllur eru að gera góða hluti í …
Natasha Anasi og stöllur eru að gera góða hluti í Meistaradeildinni. Ljósmynd/KSÍ

Norska liðið Brann er með fullt hús stiga eftir tvo leiki í B-riðli í Meistaradeild Evrópu í fótbolta eftir 1:0-heimasigur á Slavíu Prag í kvöld.

Íslenska landsliðskonan Natasha Anasi kom inn á sem varamaður hjá Brann á 73. mínútu. Skoraði Natasha í 2:1-sigri Brann á St. Pölten í fyrstu umferðinni.

Hin ástralska Larissa Crummer sá um að gera sigurmarkið í kvöld á 21. mínútu.

Franska stórveldið Lyon vann St. Pölten í sama riðli í kvöld, 2:0, á heimavelli. Danielle van de Donk skoraði fyrra markið á 4. mínútu og Leonarda Balog gerði sjálfsmark á 47. mínútu og þar við sat.

Brann og Lyon eru bæði með fullt hús eftir tvo leiki, en St. Pölten og Slavía Prag eru án stiga. St. Pölten vann Val í umspili um sæti í riðlakeppninni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert