Lionel Messi, fyrirliði heimsmeistara Argentínu, hefur tjáð sig um það þegar lögregluþjónar réðust á stuðningsmenn með kylfum í áhorfendastúkunni á Maracana-leikvanginum í Ríó de Janeiro í Brasilíu á meðan leik Brasilíu og Argentínu stóð í nótt.
„Við sáum hvernig lögreglan var að berja fólk eins og við sáum í úrslitaleik Meistaradeildar Suður-Ameríku, einu sinni sem áður var hún að berja fólk með kylfum.
Fjölskyldumeðlimir margra leikmanna voru á þessu svæði. Auðvitað vorum við að hugsa um þá og alla aðra sem voru á þessu svæði.
Við einbeittum okkur að því í stað þess að spila leikinn þar sem það var ekki í forgangi á þeim tímapunkti.
Við fórum inn í búningsklefa þar sem það var besta leiðin til þess að róa allt niður. Þetta hefði getað endað með harmleik,“ sagði Messi í samtali við TyCSports eftir leikinn.